Nettir réttir

Þeir sem ekki vilja neyta brauðs vegna óþols eða heilsusjónarmiða hafa ekki marga valkosti á ferðinni og fyrir minni millimáltíðir og nesti. Nettum réttum er ætlað að leysa þetta fyrir fólk á bragðgóðan, einfaldan og ódýran hátt. Það tekur aðeins 2 mínútur að hita hrísgrjónin og hræra svo túnfisknum saman við og borða. Að auki þarf varan ekki að geymast í kæli sem hentar vel á ferðalögum.

Próteingjafi

Varan inniheldur þó nokkuð mikið magn próteina eða 6,6g í Chili og 7,3g í Teriyaki. Varan inniheldur fyrsta flokks hráefni og innheldur meðal annars lífræn innihaldsefni eins og: tómatur, hvítlaukur, engifer, laukur og paprika.  Varan er einnig með vottunina ,, Dolphin safe‘‘ sem þýðir að enginn höfrungur hefur slasast við veiðar á túnfisknum.