ALLTAF ORA

Alltaf blessa börnin þín
borðhald æskuspora
ef þú velur væna mín
varninginn frá Ora


Langi þau í ljúfan keim,
ljóst ég á þig skora
að gleyma ekki að gefa þeim
gulrætur frá Ora.


Lestu meira ...


Síldaruppskriftir
Ora síld á veisluborðið
Síld er góður kostur á veisluborðið

Síldin er silfur hafsins. Í henni felast mikil verðmæti og hún er silfruð að lit. Síldartorfa á ferð er tilkomumikil sjón. Síldarframleiðsla Ora hófst árið 1989 og Ora Lúxussíld sló í gegn frá fyrsta degi. Síldin er afar holl og ljúffeng, og má matreiða hana á marga vegu. Íslendingar þekkja hana helst marineraða ofan á rúgbrauð, en hana má líka steikja í flökum, eins og gert er víða á Norðurlöndunum. Hér eru nokkrar gómsætar uppskriftir að hefðbundnum síldarréttum.

Túnfiskuppskriftir
Túnfiskur er tilvalin í hvers konar salöt og heilsurétti

Túnfiskur er ljúffengur og fitulítill, en stútfullur af næringar- og bætiefnum svo sem omega-3 fitusýrum, próteini og A, D og E- vitamínum. Ora túnfiskurinn er fyrsta flokks enda er það stefna fyrirtækisins að færa Íslendingum aðeins gæðahráefni. Túnfiskur er ódýr og gómsætur, og skemmtilegt hráefni í eldamennskuna. Hér eru nokkrar fyrsta flokks túnfiskuppskriftir.

Grænmetisuppskriftir
Möguleikarnir eru óendanlegir með grænmetinu, sveppunum og baununum frá Ora

Grænmetisneysla er af hinu góða, svo mikið vitum við. Oft er þægilegt að geta gripið tilbúið grænmeti sem búið er að sjóða til að nota í fljótlega rétti. Ora grænmeti er hágæðavara á frábæru verði. Sveppirnir og sperglarnir, gulræturnar, blandað grænmeti svo ekki sé talað um hinar víðfrægu grænu baunir. Við höfum tekið hér saman nokkrar uppskriftir þar sem þessir heimilisvinir koma við sögu.

Fiskuppskriftir
Ora Fiskbollurnar bjóða uppá gamaldags og framandi matreiðslu

Fiskbollurnar og -búðingurinn frá Ora er klassík. Margir eiga góðar minningar um fiskbollur í bleikri eða karrý. Hágæðahráefni er notað við framleiðsluna en engin rotvarnarefni, bindiefni, glútein eða egg. Ora fiskbollur eru próteinríkar, innihalda einungis 0,3% fitu og ekkert MSG. Kíktu hér á fjölbreyttar fiskbolluuppskriftir, bæði klassískar og framandi.


Vara mánaðarins

Mexíkósk súpa

Bernaisesósa frá Ora
Bragðmikil súpa með kjúklingi krydduð á mexíkóska vísu. Gefur góða fyllingu

Prófaðu nýja mexíkóska súpu með kjúklingi sem fæst nú í næstu verslun. Hún er bragðgóð og matarmikil og býður bragðlaukunum upp í dans þar sem ástríða er fólgin í hverjum bita. Vörurnar frá Ora hafa verið ómissandi á íslenskum heimilum í 60 ár. Jafnframt því að hvíla á fornum merg endurspegla vörurnar frá Ora jafnframt breyttan tíðaranda. Þannig höldum við áfram að vera jafn mikilvægur þáttur af matarmenningu Íslendinga og undanfarna áratugi.

Lestu meira ...